Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Gullfallegur hraðsuðuketill hannaður af Dolce & Gabbana. Innblástur hönnunar er Sikileyskur hönnunarstíll.

Sicily is my love

Einstök 50´s smátæki sem eru afrakstur skapandi samstarfs SMEG og Dolce & Gabbana. Vörulína sem er hönnuð og framleidd á Ítalíu. Smátækin eru skreytt með hefðbundnum og líflegum sikileyskum skreytingum umluktum geómetrískum formum. Hönnun Matteo Bazzicalupo og Raffaella Mangiarotti (deepdesign) einkennist meðal annars af gullnum sítrónum, sítrusávöxtum, fíkjukaktus og skærrauðum kirsuberjum. Smátækin eru framleidd í fullkominni verksmiðju til að tryggja hitaþol, reglulega notkun og gæði eftirprentunar handmáluðu frumgerðanna. Auðþekkjanleg Dolce & Gabbana hönnun sem er allt í senn áberandi, litrík og íburðarmikil.

Njóttu þess að hella upp á uppáhalds tebollann þinn

Morgunmatur, eftirmiðdags tetími, stundarpása eða afslöppun að kvöldi til; hvert sem tilefnið er mun Smeg hraðsuðuketillinn gera andartakið eftirminnilegt. Lok ketilsins er með þægilegri mjúkopnun og auðvelt er að fylla hann með vatni. Hraðsuðuketillinn er rúmgóður, getur hitað upp 1,7 lítra af vatni í einu og er með mælistiku til þæginda sem sýnir vatnsmagn í tækinu. 

Hraðvirkur, öruggur og áreiðanlegur

Hraðsuðuketillinn er úr ryðfríu stáli með emileringu og hitaleiðni hans þar af leiðandi mjög góð. Skamman tíma tekur að hita vatnið í katlinum upp, hann er hljóðlátur og slekkur sjálfkrafa á sér til öryggis þegar 100°C er náð. Ketillinn er með innbyggðum vatnsfilter úr ryðfríu stáli sem hægt er að fjarlægja og þvo, auk þess stendur hann á praktískri botnplötu með stömum fótum. Mögulegt er að festa rafmagnskapalinn undir botnplötuna, setja ketilinn niður á hana hvernig sem hann snýr og snúa honum í 360° á botnplötunni.

Alþjóðleg verðlaun 

Viðtökur 50´s smátækjanna frá Smeg hafa verið frábærar og hafa þau unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna. Smeg hraðsuðukatlar hafa hlotið Good Design Awards og Red Dot Design Awards.

Leiðbeiningar

Hönnun og útlit

LiturMarglita - Dolce & Gabbana
Vörulína50's Retro Style
StjórnborðVogarstöng
Litur rafmagnssnúruGrár

Þægindi notanda

Rúmtak1,7 L
Stamur botn
Ketillinn stoppar sjálfkrafaJá, við 100°C
Vatnsmagni í tæki sést á mælistiku
Lok með mjúkopnun
Lok með Push-Push opnun
Mögulegt að snúa katli í 360° á botnplötu
Fjarlægjanlegur ryðfrír vatnsfilter
Mögulegt að vefja snúru undir tæki

Tæknilegar upplýsingar

Hæð24,8 cm
Breidd22,6 cm
Dýpt17,1 cm
Heildarafl2.400 W
Spenna220 - 240 V
Þyngd1,6 kg
Þyngd í pakkningum2,6 kg
Skráðu þig inn til að sjá verð
Afhending